
Chicken Run Invitational er haldið í tilefni af 8 ára afmæli PlayerUnknown’s Battlegrounds, þar sem kjúklingaveislan fer bókstaflega alla leið. Nú skiptir ekki bara sigurinn máli – heldur líka hversu marga kjúklingabita þú safnar á leiðinni!
KFC á Íslandi og eSports.is hafa sameinað krafta sína og ætla að halda fyrsta alþjóðlega Chicken Run Invitational eSports-mótið í apríl.
Keppt verður í nýjum Battle Royale leik, sérstaklega hannaður fyrir viðburðinn, þar sem spilarar keppa sem kjúklingar og safna bitum á kortinu, allt meðan þeir reyna að flýja yfirvofandi djúpsteikingu.
Vegleg verðlaun
Ótakmarkaður KFC til ársins 2030 og sérmerktur Colonel Gamer Bundle í leiknum.
Að sögn skipuleggjenda er búist við þátttöku frá stórum stjörnum á borð við Ninja, Pokimane og íslenska streymarann EggMaster69. Hægt er að senda inn skráningu með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða í facebook grúppinni: Tölvuleikir, mót & fréttir.
„Við tökum Battle Royale hugtakið bókstaflega – þú ert bókstaflega hænsn að berjast fyrir lífi þínu,“
sagði markaðsstjóri KFC á Íslandi.
Mynd: pubg.com