Heim / Console leikir / Leikjavarpið rís úr dvala
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Leikjavarpið rís úr dvala

Leikjavarpið rís úr dvala

Leikjavarpið hjá Nörd Norðursins snýr aftur eftir gott hlé.  Í þessum þætti fjalla vinirnir Daníel Rósinskrans, Sveinn Aðalsteinn og Bjarki Þór um PlayStation 5 Pro sem er væntanleg í verslanir næstkomandi nóvember.

Þar fara þeir yfir við hverju má búast og hvernig er Pro útgáfan öflugri en hefðbundna PlayStation 5 og margt fleira.

Tríóið ræðir einnig um einn af betri leikjum ársins, Astro Bot, sem er fyrsti leikurinn fær fimm stjörnur af fimm mögulegum hjá þeim nördunum.

Hlustið á leikjavarpið í spilaranum hér fyrir neðan:

Mynd: facebook / Nörd Norðursins

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

DOOM

Doom: einn af betri leikjum ársins en slök fjölspilun

Nörd Norðursins kemur hér með ...