Heim / Tölvuleikir / Meira gagnsæi um ástæður á lokun á aðgangi streymara á Twitch
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Meira gagnsæi um ástæður á lokun á aðgangi streymara á Twitch

TwitchCon logo

Twitch ráðstefnan TwitchCon er haldin nú um helgina 20. til 22. september og að þessu sinni í borginni San Diego.  Dan Clancy, forstjóri Twitch, hélt ræðu við opnun á ráðstefnunni, en þar sagði hann meðal annars að breytingar verða á lokun á aðgangi streymara á Twitch.

Um leið og aðgangi streymara á Twitch verður lokaður þá gefa Twitch stjórnendur út ástæður þess.

Að auki verður tekið harðari á því að að loka á aðgangi streymara í styttri tíma.

„Við viljum gefa þér þessar upplýsingar svo að þú getur séð hvað þú gerðir, hvaða reglur voru brotnar og ef þér finnst ákvörðun okkar vera röng, þá getur þú áfrýjað,“

segir Dan Clancy.  Hvort ákvörðun þessi er gerð vegna Dr. DisRespect málsins er ekki vitað.

Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er næsta TwitchCon ráðstefna haldin 31. maí til 1. júní 2025 í Rotterdam og San Diego dagana 17. til 19. október 2025

Mynd: twitchcon.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]