Mótastjórn PUBG: Battlegrounds hefur komið saman og skipulagt næstu mánuði í keppnishaldi leiksins. Ljóst er að spennandi tímar eru fram undan fyrir íslenska PUBG-samfélagið, með keppni allt fram á aðventu.
Mót og æfingakeppni
Tvö mót verða haldin í vor, bæði með sex leikjum hvert og hefjast klukkan 20:00:
- Sunnudagur 4. maí 2025
- Sunnudagur 1. júní 2025
Eftir það tekur við sumarfrí, en að því loknu verður haldin æfingakeppni sunnudaginn 17. ágúst kl. 20:00. Þátttaka í þeirri keppni er ókeypis og er hún kjörin upphitun fyrir þá sem hyggja á þátttöku í sjálfri deildarkeppninni.
Deildarkeppni Gametíví
Deildarkeppnin sjálf hefst í lok ágúst og fer fram á þriggja vikna fresti. Allir viðburðir hefjast kl. 20:00 og eru sex leikir spilaðir í hvert sinn:
- Sunnudagur 31. ágúst
- Sunnudagur 21. september
- Sunnudagur 12. október
- Sunnudagur 2. nóvember
Að lokinni síðustu umferð, þann 2. nóvember, verður deildarmeistari krýndur og 16 efstu liðin tryggja sér sæti á Íslandsmótinu.
Íslandsmótið í desember
Stóra lokamótið – Íslandsmótið – fer fram á tveimur kvöldum í desember, með sex leikjum hvort kvöld:
- Laugardagur 6. desember
- Sunnudagur 7. desember
Allar umferðir verða sýndar í beinni útsendingu á Twitch-rás Gametíví – fylgstu með spennunni í rauntíma!
Nánari upplýsingar um útfærslu mótanna og skráningu verða kynntar síðar þegar nær dregur.
Mynd: facebook / Íslenska PUBG samfélagið