Heim / Lan-, online mót / Óánægja á meðal spilara í íslenska StarCraft 2 samfélagsins vegna ASRock StarLeague mótsins
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Óánægja á meðal spilara í íslenska StarCraft 2 samfélagsins vegna ASRock StarLeague mótsins

Mótstjórn í invite mótinu ASRock StarLeague sem haldið verður á Classic SportBar 19. maí, þar sem átta bestu StarCraft 2 spilarar Íslands berjast um titilinn „Sá besti“, hefur sent frá sér tilkynningu vegna þau ummæla sem borist hafa á milli manna með óánægju á vali keppenda.

StarCraft 2 spilarinn frægi Nykur birti eftirfarandi tilkynningu á facebook síðu íslenska StarCraft 2 samfélagsins:

Komiði sæl öll

Það kom upp leiðinda mál þar sem var verið að ræða invite í skemmtilega mótið okkar. Það verður alltaf þannig að einhver fær ekki invite sem telur sig eiga það skilið. Bara til að hafa það á hreinu að þá voru þessir 6 valdir á þeim forsendum að þeir væru hvað sterkastir til að vinna þetta mót þegar það verður haldið og er horft frekar á styrk manna í dag frekar en fyrir einhverju síðan.

Bæði menn sem hafa sýnt að þeir eru góðir núna og geta spilað lítið og unnið mótin. Þeir sem að eru ekki að spila mikið og fengu invite fengu að njóta vafans á því hversu geysi sterkir þeir hafa verið áður á mótum þrátt fyrir að spila lítið. Sjálfur hefði ég alveg viljað fá invite, fór út á MLG á fullum styrk fyrstur Íslendinga og er að halda mótið sjálfur og ég sætti mig alveg við að fá ekki invite því ég er ekki búinn að vera að spila upp á síðkastið og talið var að ég myndi ekki standa mig jafn vel og hinir sem voru valdir.

Þess vegna ákvað ég bara að taka þátt í qualifier til að fá tækifæri til að sanna mig annars staðar og ég er viss um að aðrir hugsi svipað og ég og mæti með fullum kraft núna á sunnudaginn til að sanna sig. Ef að menn eru ósáttir með fyrirkomulag í móti þá er það algjörlega þeirra val hvort þeir taka þátt eða ekki.

Vonandi náði þetta að útskýra einhverjar spurningar fyrir fólk sem að tók þessu mögulega illa eða skildu ekki fyrirkomulagið á invites.

Fh. mótsstjórnar
– Nykur

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Nýr þáttur af Leikjavarpinu er kominn út - Rætt um The Game Awards 2024, Indiana Jones og Balatro

Nýr þáttur af Leikjavarpinu er kominn út – Rætt um The Game Awards 2024, Indiana Jones og Balatro

Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og ...