Eins og kunnugt er þá er Íslenska Overwatch landsliðið staðsett í Los Angeles þessa dagana þar sem það mun taka þátt í heimsmeistaramótinu sem haldið er þar í landi.
Mótið fer fram 31. október næstkomandi, á sjálfum hrekkjavöku deginum, frá klukkan 16:00 til 00:00.
Sjá einnig: Íslenska Overwatch landsliðið keppir í heimsmeistaramótinu í Los Angeles
Hægt verður að fylgjast með landsliðinu í Bíó Paradís. Húsið opnar 16 og verða leikjum Íslands og annarra landa streymt á skjánum til miðnættis. Aðgangur er ókeypis!
Það má með sanni segja að það ríkir óbeislaður kynþokki hjá landsliðinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi:
Mynd: skjáskot úr myndbandi