Undanfarin ár hefur myndast umræða meðal tölvuleikjaspilara um að gæði tölvuleikja fari hnignandi, þrátt fyrir sífelldar tækniframfarir. Ólafur Jóels, þáttarstjórnandi Game Tíví, tekur undir þessa skoðun og telur að bæði grafík og upplifun hafi rýrnað í iðnaðinum, sagði Ólafur í samtali við vb.is.
Hann bendir á að tölvuleikjaiðnaðurinn hafi átt í erfiðleikum síðustu ár, meðal annars vegna fjölda uppsagna eftir COVID-19. Þróun nýrra leikja krefst mikillar fjárfestingar og ekki allir leikir fá jákvæð viðbrögð. Auk þess eru tölvur nú þróaðri, sem kallar á meiri fjárútlát í betri grafík og upplifun til að mæta kröfum spilara. Framleiðendur eru oft undir tímapressu og neyðast til að gefa út ófullgerða leiki til að uppfylla skuldbindingar við fjárfesta.
Sjá einnig: Warner Bros Games í rekstrarerfiðleikum
Sem dæmi nefnir Ólafur leikina Cyberpunk og No Man’s Sky, sem fengu mikla athygli fyrir útgáfu en stóðust ekki væntingar viðskiptavina. Framleiðendur báðu afsökunar og buðu endurgreiðslu. Ólafur telur að afsökunarbeiðnir séu jafnvel skrifaðar áður en leikurinn kemur út, þar sem framleiðendur átti sig á göllum leiksins fyrir útgáfu, sagði Ólafur í samtali við Viðskiptablaðið.
Sjá einnig: Leikjarisinn NetEase dregur saman seglin
Hann bendir einnig á að þróun nýrra leikja sé flókin og kostnaðarsöm, þar sem hundruð eða þúsundir starfsmanna vinna að leiknum í mörg ár. Þetta felur í sér hönnun á tónlist, leikurum og leikheimi.
Sjá einnig: Uppsagnir og brotthvörf: Óvissa um framtíð BioWare
Ólafur nefnir að gervigreind gæti leyst sum vandamál í iðnaðinum, en telur ólíklegt að sjá stórar nýjungar í náinni framtíð. Framleiðendur einbeiti sér frekar að því að mæta kröfum spilara um leiki sem þeir þekkja.
Mynd: úr safni