[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Omni efstir í PUBG móti sem var sýnt í beinni á GameTíví í fyrsta sinn
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Omni efstir í PUBG móti sem var sýnt í beinni á GameTíví í fyrsta sinn

PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG)

Mynd: pubg.com

Íslenska mótið í PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) fór fram í gær, sunnudaginn 6. apríl, og vakti mikla athygli meðal aðdáenda rafíþrótta.  Alls tóku 18 lið þátt og voru öll sæti í mótinu skipuð, sem staðfestir vaxandi vinsældir PUBG á Íslandi.

Mótið markaði ákveðin tímamót þar sem kortið Rondo var spilað í fyrsta skipti í íslensku PUBG móti. Rondo er nýjasta kortið í leiknum og hefur verið beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu. Leikmenn og áhorfendur fengu því að upplifa ferska taktík og nýjar áskoranir sem kortið býður upp á.

Beint frá GameTíví

Gametíví - Vefborði

Allt mótið var sýnt í beinni útsendingu á GameTíví, þar sem reynsluboltarnir Steypa og Snapster sáu um lýsingar. Þeir færðu áhorfendum líflega og fagmannlega umfjöllun um þróun leikjanna og spennandi atvik.

Kortaskipting mótsins var eftirfarandi:

Erangel

Erangel

Taego

Rondo

Miramar

Miramar

Úrslit mótsins

Liðið Omni hafði mikla yfirburði og landaði öruggum sigri með 86 stigum. Í öðru sæti endaði Nic Cage Fan Club með 68 stig, og skammt á hæla þeirra kom NLG – Blue með 67 stig. Aðeins eitt stig skildi að annað og þriðja sætið og baráttan um efri sæti var því æsispennandi fram á síðasta leik.

Heildarstigin

PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) - Mót 6. apríl 2025

Vefborði - Tölvuleikir

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

GameTíví - Gluggavaktin - Carry The Glass

Brothættur þáttur: Þegar allt fer í steik á Gametíví

Carry The Glass er skemmtilegur ...