Nýjustu fréttir
Heim / Lan-, online mót / Öruggur sigur hjá Catalyst Gaming | Í þriðja sæti eftir fyrsta leik
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Öruggur sigur hjá Catalyst Gaming | Í þriðja sæti eftir fyrsta leik

Caspian Border

Í gær keppti Catalyst Gaming við unQL í Alþjóðlega mótinu Spring cup 2012 hjá ClanBase í leiknum Battlefield 3 og unnu þá með öruggum sigri, en keppt var í í Caspian Border og Grand Bazaar.

Í Caspian Border urðu úrslit þannig:
1st Round sem US : 172 – 0
2st Round sem RU: 182 – 0

„Þetta varð brösulegt í Grand Bazaar en við náðum að brjóta tickets hjá þeim niður fyrir þessi 182 og 172 sem við áttum í Caspian“, segir Muffin-K1ng á spjallinu.

Í Grand Bazaar urðu úrslit þannig:
1st Round sem US: 0 – 135
2st Round sem RU: 0 – 159

Endanleg úrslit: 361-289 og eru nú Catalyst Gaming 3. sæti eftir fyrsta leik, en liðið í fyrsta sæti í riðlinum er TeamSVK frá Slóvakíu með 883 – 0 og í öðru sæti eru MR (lol) frá Hollandi með 639 – 0, „svo það verða þungir leikir á næstunni“, segir Muffin-K1ng að lokum á spjallinu.

eSports.is kemur til með að fylgjast vel með og færa ykkur fréttir og velgengni CG í mótinu.

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Call of Duty: Black Ops 6

Cod: black ops 6, Dragon Age á meðal leikja í 51. þætti Leikjavarpsins

Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og ...