[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / PUBG Esports kynnir nýtt alþjóðlegt ranking-kerfi fyrir keppnislið​
Nýr þáttur alla miðvikudaga

PUBG Esports kynnir nýtt alþjóðlegt ranking-kerfi fyrir keppnislið​

PUBG Esports kynnir nýtt alþjóðlegt ranking-kerfi fyrir keppnislið​

Krafton, þróunaraðili PUBG, hefur opinberað nýtt og ítarlegra alþjóðlegt styrkleikakerfi (ranking) fyrir keppnislið í samstarfi við gagnagreiningar fyrirtækið OP.GG. Þetta nýja kerfi mun gegna lykilhlutverki við val á liðum sem fá boð í PUBG Esports World Cup, sem haldið verður síðar í sumar í Riyadh, Sádi-Arabíu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá pubgesports.com.​

Ný nálgun á styrkleikamati

Fyrra kerfi Krafton byggði aðallega á heildarstigum og lokastöðu í mótum. Nýja kerfið tekur hins vegar mið af bæði einstaklings- og liðsframmistöðu. Einstaklingsgögn eins og skotfimi og árangur í bardaga munu nú hafa bein áhrif á styrkleikastöðu liða. Þetta tryggir að framlag hvers leikmanns skiptir máli og að liðin séu metin á réttlátari hátt.​

Jafnvægi milli svæða og móta

Kerfið tekur einnig tillit til mismunandi samkeppnisstigs milli svæða. Til dæmis munu úrslit úr mótum með sterkara keppnisumhverfi vega þyngra en önnur. Þetta tryggir að lið frá svæðum með færri mótum séu ekki í óhag og að öll lið hafi sanngjarna möguleika á að hækka í styrkleikaröðuninni.​

Áhrif á alþjóðleg mót

Nýja styrkleikakerfið mun hafa bein áhrif á hvaða lið fá boð í stórmót eins og PUBG Esports World Cup og PUBG Global Championship. Þetta eykur gagnsæi og tryggir að val á liðum byggist á stöðugri frammistöðu frekar en einstökum sigrum.​

Fyrstu mótin undir nýja kerfinu

Fyrsta stórmótið sem fer fram undir nýja kerfinu er PUBG Global Series (PGS) 7, sem hefst 28. apríl í Shanghai. Þar keppa tíu boðin lið úr Global Partner Team Programme og fjórtán lið sem hafa unnið sér inn þátttökurétt í gegnum svæðisbundin mót.

Heildarverðlaunafé mótsins er 300.000 dollara. Eftir viku hlé munu sömu lið keppa í PGS 8, og bæði mótin veita mikilvæg stig sem ákvarða hvaða lið komast í PUBG Global Championship í desember.​

Með þessu nýja kerfi leitast Krafton við að skapa sanngjarnara og nákvæmara mat á styrkleika liða í PUBG Esports, sem mun hafa áhrif á framtíðarkeppnir og þróun leikjasenunnar á alþjóðavísu.

Mynd: pubgesports.com

Vefborði - Tölvuleikir

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

PlayerUnknown's Battlegrounds - PUBG

KFC & eSports.is tilkynna fyrsta „Chicken Run Invitational“ Battle Royale mótið

KFC á Íslandi og eSports.is ...