[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Rafíþrótta-goðsagnir Call of Duty – Hverjir eru á toppnum?
Auglýsa á esports.is?

Rafíþrótta-goðsagnir Call of Duty – Hverjir eru á toppnum?

Call of Duty: Black Ops 6

Call of Duty hefur verið eitt vinsælasta skotleikjaserían í yfir tuttugu ár og hefur þróast í stóran rafíþróttageira með milljónum aðdáenda um allan heim. Samkvæmt nýlegri grein frá Esports.net, er Tyler ‘aBeZy’ Pharris talinn besti Call of Duty spilari heimsins.

Vekjum athygli á þessari spennandi keppni: Íslensk lið fá tækifæri til að skína í NCL Call of Duty mótinu.

aBeZy hefur verið í fremstu röð síðan hann hóf atvinnumennsku árið 2018 og hefur unnið sér inn yfir 1,8 milljónir dala í verðlaunafé.  aBeZy er hluti af Atlanta FaZe liðinu og hefur átt farsælt samstarf við liðsfélaga sinn, Chris ‘Simp’ Lehr, þar sem þeir hafa saman verið kallaðir ‘Tiny Terrors’ vegna yfirburða sinna á keppnisvettvangi.

Á listanum yfir topp tíu bestu Call of Duty spilara árið 2025 eru einnig nöfn eins og:

Chris ‘Simp’ Lehr
McArthur ‘Cellium’ Jovel
Brandon ‘Dashy’ Otell
Sam ‘Octane’ Larew
Anthony ‘Shotzzy’ Cuevas-Castro
Dylan ‘Envoy’ Hannon
Cameron ‘Cammy’ McKilligan
James ‘Clayster’ Eubanks
Ian ‘Crimsix’ Porter

Þessir leikmenn hafa skarað fram úr í rafíþróttunum og hafa haft veruleg áhrif á Call of Duty samfélagið með hæfileikum sínum og árangri.

Fyrir þá sem vilja kynna sér listann nánar og fá ítarlegri upplýsingar um hvern leikmann er hægt að lesa greinina í heild sinni á Esports.net.

Mynd: Steam

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Frítt að spila CoD: BOII um helgina

Hægt verður að spila leikinn ...