Heim / Tölvuleikir / Rafíþróttasamband Íslands í samstarf við íslenska PUBG samfélagið
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Rafíþróttasamband Íslands í samstarf við íslenska PUBG samfélagið

Íslenska PUBG samfélagið

Það er klárlega spennandi tímar framundan í íslenska PUBG samfélaginu. RÍSÍ (Rafíþróttasamband Íslands) hefur mikinn áhuga á að gera deildinni betri skil á komandi misserum. Í því felst meðal annars að koma deildinni fyrir í sjónvarpi og bæta “framleiðsluna” enn meira.

Áætlað er að slíkar útsendingar hefjist með haustinu. Samhliða því verður farið í það að skrifa mótsreglur og gefa út skýrt mótafyrirkomulag.

„Nú þegar eru komnar fram hugmyndir af slíku fyrirkomulagi en ekkert fast í hendi“.

Segir Arnar Logi aka Alb_McO einn af stjórnendum í tilkynningu.

Það er fyrirséð að það muni vanta fleiri aðila til að lýsa, observa og slík störf. Ef þið hafið áhuga eða vitið um einhverja sem gætu haft áhuga, þá er bent á að hafa samband við Arnar Loga í facebook hóp íslenska PBG samfélagsins hér.

Mynd: pubg.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Pungarnir sigruðu í PUPG-mótinu í ÞRIÐJA sinn

Pungarnir sigruðu í PUPG-mótinu í ÞRIÐJA sinn

Fjórða mótið í Íslensku PubG ...