Rafíþróttasamtök Íslands í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur kynna með stolti stærsta rafíþróttaviðburð Íslands frá upphafi.
Keppnin verður haldin í Laugardalshöll dagana 26. og 27. janúar 2019 en þar munu bestu lið landsins í Fortnite, Counter-Strike og League of Legends keppa um hver getur kallað sig rafíþróttameistara Reykjavíkurleikanna í fyrsta sinn.
Úrslitin verða spiluð uppi á sviði í Laugardalshöllinni fyrir framan áhorfendur. Undanúrslit verða online, helgina 19. – 20. janúar næstkomandi.
Þar að auki mun sigurvegari í League of Legends móti Reykjavíkurleikanna vinna sér inn keppnisrétt á “Nordic Championship” á Dreamhack í febrúar, en Dreamhack er stærsti LAN viðburður Evrópu.
Nóg um að vera fyrir áhorfendur
Auk rafíþróttamótanna verður nóg um að vera fyrir áhorfendur. Hægt verður að prófa akstursherma og fræðast um hvernig má nota þá til að þjálfa akstursíþróttamenn framtíðarinnar, hægt verður að fræðast um rafíþróttir frá stjórnarmönnum RÍSÍ, áhorfendur geta unnið tækifæri á að spila Fortnite uppá stóra sviðinu.
Á sunnudeginum verður sannkallað Stjörnustríð í Fortnite en þá munu þjóðþekktir einstaklingar keppa samhliða bestu spilurum landsins og komast að því hver er besta stjarna Íslands í Fortnite.
Skráningu fyrir mótið má finna hér.
Skráningu lýkur 12:00, laugardaginn 12. janúar. Miðasölu fyrir áhorfendur er að finna hér.