Nýverið hélt Nintendo ítarlega kynningu á væntanlegri leikjatölvu sinni, Switch 2, þar sem farið var yfir helstu nýjungar og eiginleika. Í þessum þætti Leikjavarpsins hjá Nörd Norðursins ræða Daníel Rósinkrans, Sveinn Aðalsteinn og Bjarki Þór um kynninguna og fara yfir tæknileg atriði, leikjaúrval, nýja möguleika, verðlagningu, tollastríð og margt fleira.
Athugið: Verð á Nintendo Switch 2 hefur breyst frá því að þátturinn var tekinn upp. Upphaflegt verð, 99.990 kr., hefur nú verið lækkað í 89.990 kr.
Hlusta má á þáttinn hér að neðan í spilaranum:
Mynd: Nintendo.com