Heim / PC leikir / Skema leitar að Minecraft snillingum
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Skema leitar að Minecraft snillingum

Minecraft kastali

Minecraft kastali

Skema auglýsir eftir þjálfurum til að sinna skapandi tæknimenntun barna, unglinga og kennara.  Umsóknir sendist rafrænt á [email protected]. Umsóknir berist eigi síðar en 30. ágúst 2016. Allar umsóknir eru trúnaðarmál.

Hefur þú þessa eiginleika?

  • Sjálfstæð vinnubrögð & Drifkraftur
  • Samskiptahæfni
  • Aðlögunarhæfni og Útsjónasemi
  • Rík Þjónustulund
  • Tæknilæsi & Tækniþekking
  • Reynslu af kennslu og/eða vinnu með börnum
  • Hreint sakavottorð
  • 20 ára eða eldri

APD Þjálfari
Skema leitar að öflugum kennurum með reynslu í notkun á iPad í kennslu til að sækja frekari þjálfun undir merkjum Apple og eiga möguleika á að fá APD (Apple Professional Development) vottun. Þeir kennarar sem hljóta vottunina fá í framhaldinu að sinna iPad þjálfun fyrir Skema í samstarfi við epli.is. Um er að ræða tilfallandi verkefni.

Tækniþjálfari
Skema leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstaklingum til að sinna þjálfun á Tækninámskeiðum Skema fyrir börn á aldrinum 4-16 ára. Um er að ræða þjálfun seinnipart dags og/eða um helgar. Þjálfarar Skema þurfa að vera vel að sér í tækninni og hafa reynslu í forritun. Þjálfarar Skema þurfa einnig að vera einstaklega brosmildir, úrræðagóðir og með ríka þjónustulund.

Minecraft Þjálfari
Skema leitar að Minecraft sérfræðing til að sinna þjálfun á Minecraft námskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-14 ára. Einstaklingurinn þarf að vera vel að sér í Minecraft leiknum og þekkja vel til uppsetningu “Servera”, notkun á “mod-um”, “redstone-um” og skipana í leiknum. Þjálfarar Skema þurfa að vera einstaklega brosmildir, úrræðagóðir og með ríka þjónustulund.

Hvað er Skema?
Skema er lítið sprotafyrirtæki sem hefur verið í fremstu röð íslenskra menntatæknifyrirtækja frá 2011. Fyrirtækið hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga á Íslandi og erlendis. Skema vinnur að því að umbylta menntakerfinu í takt við tækniþróun og sinnir samhliða námskeiðahaldi fyrir börn og unglinga stuðningi við menntakerfið í innleiðingu á forritun og spjaldtölvum í skólastarf.
Mynd: úr safni

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Snilldar myndband af Eurovision laginu „Ég á líf“ í Minecraft útgáfu

Nú fer að styttast í ...