[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Nýjustu fréttir
    Heim / Lan-, online mót / Skráning hafin fyrir næsta PUBG mót – Búið er að fínstilla alla servera
    Nýr þáttur alla miðvikudaga

    Skráning hafin fyrir næsta PUBG mót – Búið er að fínstilla alla servera

    PlayerUnknown’s Battlegrounds - PUBG - Logo

    Næsta online mót í leiknum PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) hjá íslenska Pubg samfélaginu verður haldið 13. október og hefst mótið klukkan 20:00.

    Búið er að opna fyrir skráningu liða og er fyrirkomulagið líkt og síðast. Max 18 lið geta skráð sig í mótið og gildir reglan að fyrstir koma fyrstir og eftir það verður biðlisti.

    Skráning hér.

    Tekið verður strangt á skráningu liða, en það er ef lið er ekki tilbúið með 4ja manna lið daginn fyrir mótið eða kl 18:00 á laugardeginum 12. okt þá gefa mótshaldarar efsta liðið af biðlistanum inngöngu.

    Mælt er með því að vera með varamann ef einhver keppandi komist ekki af óviðráðanlegum ástæðum. Nokkrir hnökrar voru á síðasta móti og er búið að fara yfir alla servera og stilla allt til.

    Mynd: pubg.com

    Um Chef-Jack

    Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: esports@esports.is
    x

    Check Also

    PlayerUnknown's Battlegrounds - PUBG

    KFC & eSports.is tilkynna fyrsta „Chicken Run Invitational“ Battle Royale mótið

    KFC á Íslandi og eSports.is ...