Næsta online mót í leiknum PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) hjá íslenska Pubg samfélaginu verður haldið 13. október og hefst mótið klukkan 20:00.
Búið er að opna fyrir skráningu liða og er fyrirkomulagið líkt og síðast. Max 18 lið geta skráð sig í mótið og gildir reglan að fyrstir koma fyrstir og eftir það verður biðlisti.
Tekið verður strangt á skráningu liða, en það er ef lið er ekki tilbúið með 4ja manna lið daginn fyrir mótið eða kl 18:00 á laugardeginum 12. okt þá gefa mótshaldarar efsta liðið af biðlistanum inngöngu.
Mælt er með því að vera með varamann ef einhver keppandi komist ekki af óviðráðanlegum ástæðum. Nokkrir hnökrar voru á síðasta móti og er búið að fara yfir alla servera og stilla allt til.
Mynd: pubg.com