Heim / PC leikir / Spilar þú ShootMania? Láttu vita hér
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Spilar þú ShootMania? Láttu vita hér

Leikurinn ShootMania Storm kemur út núna í ár, en hægt er að ná í beta key á heimasíðu þeirra.  Íslenski spilarinn Arro hefur fengið beta key og leitar nú af öðrum íslenskum spilurum til að spila með sér og þeir sem hafa áhuga er bent á að svara honum á spjallinu hér.

Hönnuður leiksins eru Ubisoft, en það eru þeir sömu sem gerðu leikinn TrackMania sem að margir eSports.is notendur ættu nú að kannast við.

„Leikurinn er einfaldur FPS leikur í stíl við Quake þar að segja rosalega hraður og margt að gerast en samt voða einfalt eitthvað. Leikurinn aðskilur strax góða spilara frá lélegum og þeir sem hafa spilað leikinn eithvað hafa frekar mikið forskot, tala nú ekki um ef fólk hefur ekki spila neinn FPS leik. Það eru nokkur mod í leiknum „Elite“ „Free for all“ og fleiri. Lagt er aðal áhersluna á Elite modið og verða án nokkurs efa mörg online mót, þetta er nú þegar esport title. Það er erfitt að lýsa því bara í orðum svo ég skil eftir myndband“, segir Arro, aðspurður um hvernig hann myndi lýsa leiknum í stuttu máli.

„Mér finnst leikurinn fínn við fyrstu sýn þótt ég hafi getað lítið en maður varð strax betri þegar maður vandist öllu í leiknum og þá varð þetta frábær skemmtun sérstaklega fyrir þá sem hafa smá keppnisskap“, segir Arro að lokum og bætir við að In game map creator er frábært.

Elite mod útskýring hefst á 5:00:

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds

Íslenskur tölvuleikur aðgengilegur 132 milljónum spilara

Starborne Frontiers, tölvuleikur íslenska tölvuleikjaframleiðandans ...