Ertu stelpa í TÍK sem spilar PUBG? Ef svo er, þá er frábært tækifæri fyrir þig að taka þátt í íslensku PUBG móti sem verður haldið 2. mars.
Mótið verður streymt í beinni á Twitch og munu keppendur hafa möguleika á að fá shoutout á streyminu.
Í sameiginlegri tilkynningu frá stjórn PUBG deildarinnar og TÍK – Tölvuleikjasamfélag íslenskra kvenna kemur fram að PUBG samfélagið á Íslandi býður öllum stelpum í TÍK að taka þátt í mótinu án kostnaðar.
Keppendur geta valið að spila heiman frá sér eða komið niður í Egilshöll í Next Level Gaming, þar sem mótið verður sýnt á stórum skjá og hægt er að nota tölvur staðarins til að keppa.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir streamera sem vilja deila sínu sjónarhorni og efla sýnileika sinn í PUBG samfélaginu. Stjórnin hvetur alla áhugasama til að hafa samband eða skrá sig í íslenska PUBG samfélagið á Facebook fyrir nánari upplýsingar.
Fylgstu með beinu streymi mótsins á twitch.tv.