[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Sterkustu TF2-lið Evrópu mætast í Póllandi – Fer fram í beinni um helgina
Auglýsa á esports.is?

Sterkustu TF2-lið Evrópu mætast í Póllandi – Fer fram í beinni um helgina

BaseStack - Sterkustu TF2-lið Evrópu mætast í Póllandi - Fer fram í beinni um helgina

Vorið er komið, sólin skín, og fremstu Team Fortress 2-lið Evrópu eru tilbúin að etja kappi eftir langan vetrardvala.

Nú um helgina 14. – 16. mars fer fram spennandi keppni í BaseStack í Łódź, Póllandi, þar sem fjórtán af öflugustu liðunum í Evrópu etja kappi um meistaratitilinn og €1.200 verðlaunafé eða um það bil 175.000 íslenskum krónum.

Leikirnir hefjast daglega kl. 14:00 CET (9:00 EDT | 6:00 PDT) eða klukkan 13:00 á íslenskum tíma og verða í beinni útsendingu á Twitch-rás EssentialsTF.

Aðdáendur Team Fortress 2 fá hér einstakt tækifæri til að fylgjast með háspennuviðureignum þar sem sterkustu lið álfunnar keppa um titilinn. Ekki láta þetta fram hjá þér fara!

Kynningarmyndband:

Mynd: youtube / deli

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Team Fortress 2

Það kom að því, ný uppfærsla á Team Fortress 2

Ný uppfærsla var gerð á ...