Heim / PC leikir / Stjórnvöld í Kína setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Stjórnvöld í Kína setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna

Tölvuleikur - Lyklaborð

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður netleikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum.

Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvuleikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvöfaldri þeirri upphæð, að því er fram kemur á visir.is sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd: úr safni

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Tölvuleikur - Fortnite

Hörð barátta á toppnum

Einvígi Denasar Kazulis og Kristófers ...