Heim / PC leikir / Svona býr tekjuhæsti eSports spilari heims – Vídeó
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Svona býr tekjuhæsti eSports spilari heims – Vídeó

Johan "N0tail" Sundstein

Johan „N0tail“ Sundstein byrjaði að spila tölvuleiki á unga aldri

Danski tölvuleikjaspilarinn Johan „N0tail“ Sundstein er tekjuhæsti leikmaður heims í Esports samfélaginu. Johan spilar tölvuleikinn Dota 2, en hann hefur þénað fram til þessa rúmlega 7.4 milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé.

Johan hefur t.a.m. spilað með liðunum Fnatic, Team Secret, Cloud9 og OG.

BBC fréttastofan heimsótti Johan í nýja 17 herbergja glæsihúsið hans sem staðsett er í bænum Lisbon í Portúgal og fylgdust með æfingum, undirbúning fyrir stórmót ofl.

Fréttaritari BBC Joe Tidy, ræddi meðal annars við Johan um Dota 2 og framtíðina, en samkvæmt öllum formúlum í eSports heiminum, þá er Johan orðinn „of“ gamall í eSports heiminum, en hann segir að ferill hans sé langt í frá vera lokið.  Johan er 27 ára gamall.

Sjón er sögu ríkari:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]