Nú á dögunum keppti íslenska Counter Strike:Source clanið sUpEr sEriOUs við clanið ZET í online mótinu EMS Season X. Það var ZET sem náði sigri 16 : 12 í mappinu de_inferno, „Fyrri fór 8 – 7 fyrir þeim og þeir í ct og svo tóku þeir bara yfir í terr með góð strött og svona“ sagði CaPPiNg í samtali við eSports.is.
„Seinasti leikurinn sem hafði enginn áhrif á loka niðurstöðunna fyrir okkur en þeir áttu ennþá séns að komast áfram ef þeir myndu vinna okkur og wild play, en þeir töpuðu svo á móti wild play. Og munum keppa í næsta EMS með wNe allavegana og kannski eitthvað annað ef juicy mót er í boði“, sagði CaPPiNg að lokum aðspurður um framhaldið hjá sUpEr sEriOUs.