[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / PC leikir / Þessa leiki getur þú spilað frítt um helgina
Auglýsa á esports.is?

Þessa leiki getur þú spilað frítt um helgina

Þessa leiki getur þú spilað frítt um helgina

Þegar kólnar í veðri er fátt betra en góður leikur inni í hlýjunni í desembermyrkrinu.  Nú um helgina verður hægt að spila frítt góða leiki á Steam.

Cities: Skylines II

Cities: Skylines II er tölvuleikur þar sem leikmenn stjórna og byggja upp eigin borg frá grunni. Leikurinn, sem er þróaður af Colossal Order og gefinn út af Paradox Interactive, er framhald af vinsæla leiknum Cities: Skylines sem kom út árið 2015.

Nánari upplýsingar hér.

Aliens: Dark Descent

Aliens: Dark Descent er skemmtilegur Strategy-leikur sem er  byggður í anda vísindaskáldsögu Aliens.  Leikurinn, þróaður af Tindalos Interactive og gefinn út af Focus Entertainment, kom út 20. júní 2023.

Nánari upplýsingar hér.

Tom Clancy’s Rainbow Six® Siege

Tom Clancy’s Rainbow Six® Siege er vinsæll skotleikur, gefinn út af Ubisoft, en leikurinn kom út í desember 2015 og hefur síðan þá orðið eitt af flaggskipum Ubisoft með stöðugum uppfærslum og viðbótum. Hann er hluti af Tom Clancy’s leikjalínunni.

Nánari upplýsingar hér.

Myndir: steampowered.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

PirateFi á Steam

Leikurinn PirateFi fjarlægður af Steam eftir ásakanir um dreifingu tölvuvírusa í gegnum leikinn

Valve hefur gripið til tafarlausra ...