Heim / PC leikir / Tölvuleikja fyrirtækið Trollpants með íslensku ívafi | Viðtal við Sindra forritara
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Tölvuleikja fyrirtækið Trollpants með íslensku ívafi | Viðtal við Sindra forritara

Trollpants strákarnir Sindri er í köflóttu skyrtunni þriðji til vinstri

Trollpants strákarnir
Sindri er í köflóttu skyrtunni þriðji til vinstri

Trollpants er fyrirtæki í Osló í Noregi sem sérhæfir sig meðal annars í farsíma leikjum, og á bakvið fyrirtækið er níu manna teymi, þar á meðal íslenski forritarinn Sindri Jóelsson:

  • Bendik Klomsten
  • Fredrik Samuelsen
  • Jan Arild Brobak
  • Jan Ivar Zijdemans Carlsen
  • Karstein Røsnes Ersdal
  • Ole Edvard Berg Leren
  • Raymond Gulbrandsen
  • Sindri Jóelsson
  • Tom Bagstevold

Trollpants hefur hannað leikinn Witch Wing og er fáanlegur frítt á Amazon App Store og Google Play, en stutt er í að Witch Wing komi út á iOS, en nú fyrir stuttu var leikurinn sendur inn til Apple í viðurkenningaferlið sem leikir og öpp þurfa að fara í gegnum áður en hægt er að gefa út.

Trollpants vinnur núna að leiknum Hollow Earth, sem er „shoot-em-up“ leikur þar sem þú ert í hlutverki norska ævintýramannsins „Ulf Tiedeman“ á byrjun tuttugustu aldarinnar.

Hér að neðan er trailer af leiknum Witch Wing:

eSports.is lagði fyrir Sindra nokkrar spurningar og forvitnuðumst nánar um Trollpants.

Hvernig var hönnunarferlið á Witch Wing?

Witch Wing í vinnslu

Witch Wing í vinnslu

Ghost Spiders

Ghost Spiders

Við notuðum heila viku fyrir hugmyndavinnu, vegna þess að það er svo mikilvægt stig í ferlinu. Fyrst fórum við gegnum hugmyndasköpunarferli sem flestir þekkja „Brainstorming“ þar sem við söfnuðum saman fullt af hugmyndum alls konar leikjahugmyndir í hugmyndabanka. Næst velja allir að minnsta kosti eina hugmynd sem þeir vilja sá fara lengra og vinna með hana meira. Sterku og veiku hliðar hugmyndana eru dregnar fram og við reynum að meta líkurnar á því hvort sé hægt að græða á hugmyndinni og hvort leikurinn sé í raun skemmtilegur. Svo í enda vikunnar höldum við kynningu fyrir framan alla í fyrirtækinu og sköpum umræðu og svo í enda dags kjósum við um eina hugmynd til að fara með á næsta skref.

Í myndbandinu má sjá einn Trollpants fund í hnotskurn:

 

https://soundcloud.com/trollpants/

Næsta skref er ferli þar sem við búum til prótótýpur fyrir ýmsa þætti í leiknum sem prófum og hendum því sem ekki er skemmtilegt eða bara virkar ekki. Við vinnum í ítrekunarferlum (e. Iterative) og leikurinn getur breyst mikið á milli ferla. Hluti af því er að við keyrum prófanir á leiknum í fyrirtækinu og á öðru fólki þegar hann er komin á það stig að hægt er að spila hann. Við höfum ekki hætt að þróa leikinn eftir að hann kom út, ef við fáum góða gagnrýni eða við sjáum einfaldar leiðir til að gera leikinn betri þá hikum við ekki við það.

Hvernig kemur maður tölvuleik á framfæri?

Við höfum í raun mjög litla reynslu af markaðsetningu svo áður en við byrjuðum skelltum við okkur allir á stuttann og óformlegan kúrs þar sem vinkona okkar kenndi okkur það sem var mikilvægast. Með það í huga að við stefnum að því að gefa út einn leik á mánuði höfum við einbeitt okkur að því að markaðsetja fyrirtækið meira en leikina, en það er auðvitað mikilvægt að markaðsetja þá líka.

Til að vekja athygli á Witch Wing höfum við haft samband við YouTube-fólk sem búa til „Let‘s Play“-myndbönd og gagnrýnis myndbönd fyrir símaleiki, auk heimasíður sem gagnrýna og vekja athygli á símaleikjum. Við mætum líka á ýmis ókeypis samkomur til að sýna áhugasömu fólki leikinn. Við setjum að jafnaði inn innlegg á Instagram, Twitter, Facebook og aðra miðla á meðan leikurinn er í vinnsluferlinu og svo keyrum við stuttar auglýsingaherferðir til á vekja athygli á leiknum á þessum miðlum. Við erum líka með nokkrar „óvenjulegar“ hugmyndir að markaðsetningu að Witch Wing í ofninum.

Hvert er þitt hlutverk í Trollpants?

Í litlu fyrirtæki eins og Trollpants verður maður oft að hoppa inn í alls konar hlutverk. Ég hef að mestu verið að forrita, núna hef ég mikið verið að búa til kerfi eða verkfæri sem aðrir í fyrirtækinu nota til að gera leikina. Ég er oft mjög upptekinn af hönnun svo ég tjái mig oft um útlit á einhverju í leiknum, grafíska hönnun eða eitthvað í notendaviðmótinu og er svo heppinn að yfirleitt er hlustað á mig.

Ég er líka sífellt að reyna að bæta fyrirtækið með því að skipta mér að því hvernig við vinnum og pæli mikið í ferlinu, allir fyrirtækinu eru mjög meðvitaðir um að það er alltaf hægt að bæta sig og eru yfirleitt ekki hræddir við breytingar. Nýlega byrjuðum við að nota samskiptaforritið „Slack“ sem er sérsniðið að fyrirtækjum og hópavinnu, sem hefur virkað mjög vel.

Slegið á létta strengi

Slegið á létta strengi

Núna vinnur Trollpants að leiknum Hollow Earth, hvernig er sá leikur og hvenær er áætlað að hann komi út?

Hollow Earth (vinnutitlill) er svokallaður „shoot-em-up“ leikur þar sem þú ert í hlutverki norska ævintýramannsins „Ulf Tiedeman“ á byrjun tuttugustu aldarinnar. Tiedeman kannar suðurpólin þar sem hann finnur holu að iðrum jarðar. Þar flýgur hann um í flugvél og kannar ótrúlegustu staði, flóru og dýr með allskonar vopnum. Því það er auðvitað allt morandi í stórhættulegum dýrum.

Rissteikning af væntanlegum leik Hollow Earth

Rissteikning af væntanlegum leik Hollow Earth

Við höfum ekki sett neinn sérstakan útgáfudag en við stefnum að því að gefa út leikinn áður en nýja árið er hafið, við erum að skoða hversu mikinn tíma við þurfum til þess að gera leikinn góðann. Við erum ennþá að læra mikið um leikjaútgáfu og hvernig er best að reka leikjafyrirtæki eins og Trollpants Game Studio þannig að við sjáum hvað breytist, stefna fyrirtækisins sem er í raun ekki alveg fullmótuð eða dýpt Hollow Earth.

Hvernig er með Trollpants núna, er þetta meira hugsjón eða eru þið byrjaðir að græða á tá og fingri?

Í dag er það meiri hugsjón en gróði. Við vinnum svakalega mikið en við erum bundnir því að vera ráðnir í hlutavinnu við hliðina á Trollpants til að fá endana til að mætast, ég er t.d. að kenna í nokkrum tímum í skólanum sem ég var að klára í vor. Eins og margir aðrir sjálfstæðir leikjaframleiðendur reynum við að skaffa verkefni utan frá bæði til að ná í pening og til þess að byggja portolio fyrirtækisins, það hefur þó hingað til ekki gengið nógu vel en við erum með nokkur verkefni á sjóndeildarhringnum. Við teljum okkur ekki hafa mikla reynslu í leikjaútgáfu svo takmarkið er fyrst og fremst að verða betri í því og svo fara að græða nóg á leikjunum til þess að eiga fyrir húsleigunni að minnsta kosti.

 

Hvernig kom það til að stofna Trollpants og hverjar eru framtíðarhorfur hjá ykkur?

Trollpants varð til úr sameiningu tveggja lokaverkefnishópa frá NITH. Báðir hóparnir unnu að leikjum sem lokaverkefni og meðlimir beggja hópa vildu gera leikjagerð að atvinnu sinni. Það eru fá leikjafyrirtæki í Noregi og flest eru lítil svo líkurnar á því að fá vinnu hjá þeim eru litlar. Við ákváðum þessvegna að stofna eigið fyrirtæki. Eins og sagði erum við ekki orðnir moldríkir ennþá og vegna þess að maður verður að eiga pening til að hafa í sig og á er framtíð fyrirtækisins óljós, allavega í þeirri mynd sem nú er. Við þrjóskumst áfram á góðvild og metnaði með von um að við höldum út nógu lengi til þess að við getum lifað af því sem við höfum tekið okkur fyri hendur.

Við þökkum Sindra fyrir spjallið og hvetjum eindregið að fylgjast vel með Trollplants á eftirfarandi samfélagsmiðlum.

Heimasíða:

www.trollpants.com

Samfélagsmiðlar ofl:

www.facebook.com/trollpants

www.google.com/+TrollpantsGS

www.linkedin.com/company/3960261

www.instagram.com/trollpantsgs

www.pinterest.com/trollpants

www.twitter.com/TrollpantsGS

www.youtube.com/user/TrollpantsGS

Myndir:

Hópmynd af Trollpants strákunum: Linda Serigstad

Aðrar myndir: trollpants.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt