Stjórnendur hjá franska leikjaframleiðandanum Ubisoft eru lítið hrifnir af Steam, en þeir segja að markaðsaðferðir Steam séu „óraunhæfar“.
„Núverandi viðskiptamódel þeirra er óraunhæft“, sagði Chris Early hjá Ubisoft í samtali við nytimes.com. „Steam endurspeglar ekki leikjasamfélagið í dag hvað varðar dreifingu leikja.“
Ubisoft selur að mestu leiki sína í gegnum Epic og UPlay og forðast Steam eins og heitan eld.
Mynd: ubisoft.com