Warcraft 3: Reforged, endurútgáfa hins sígilda leiks, hefur vægast sagt hlotið útreið frá því hann kom út á dögunum. Þrátt fyrir deilurnar er ljóst að Warcraft 3 hefur elst gífurlega vel og saga leiksins er enn áhugaverð og skemmtileg.
„Það helsta sem ég hef hugsað við að spila leikinn er það hvað ég sakna góðra RTS leikja hrikalega mikið. Ég átta mig þó á því að W3R er að mörgu leyti lítið annað en peningaplokk, jafnvel þó leikurinn sé einstaklega góður. Hann var góður án uppfærslunnar og hún bætir ekki miklu við öðru en einni umferð af málningu.“
Segir Samúel Karl Ólason í skemmtilegri yfirferð á leiknum á leikjavísir hér.
Mynd: playwarcraft3.com