Heim / Lan-, online mót / Úrslit í rafíþróttaviðburði Íslands í Laugardalshöllinni
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Úrslit í rafíþróttaviðburði Íslands í Laugardalshöllinni

Rafíþróttasamtök Íslands

Síðastliðna helgi var haldin einn stærsti rafíþróttaviðburður Íslands sem fram fór í Laugardalshöllinni. Þar var keppt í leikjunum Fortnite, Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) og League of Legends (LoL) um titilinn Rafíþróttameistari Reykjavíkurleikanna.

Fyrst var haldin undankeppni helgina áður og úrslitin voru spiluð uppi á sviði í Laugardalshöllinni fyrir framan áhorfendur.

Rafíþróttasamtök Íslands

Liðið „Glanni Tæpur“ fagnar sigri á League of Legends mótinu.
Liðið fer fyrir hönd Íslands að keppa á Dreamhack

Úrslit

  • Í League of Legends var það „Glanni Tæpur“ sem sigruðu og vann liðið sér inn keppnisrétt á “Nordic Championship” á Dreamhack í febrúar, en Dreamhack er stærsti LAN viðburður Evrópu.
  • Hart var barist um fyrsta sætið í CS:GO og að endingu var það Hafið sem sigraði.
  • Í Fortnite var liðið Twix sem sigraði með hvorki meira né minna en 4 Victory Royals!.
  • Aukakeppni var haldin á sunnudeginum Fortnite-Stjörnustríðið með Donna Cruz, Herra Hnetusmjör, Gunnar Nelson og Steindi Jr. og síðast nefndi sigraði með glæsibrag.
Rafíþróttasamtök Íslands

Sigurvegarar í CS:GO mótinu „Hafið“

Rafíþróttasamtök Íslands

Strákarnir í TWIX sem sigraði Fortnite mótið

Rafíþróttasamtök Íslands

Fortnite Stjörnustríðið.
Steindi Jr. kom, sá og sigraði

Auk rafíþróttamótanna var nóg um að vera fyrir áhorfendur. Hægt var að prófa akstursherma og fræðast um hvernig má nota þá til að þjálfa akstursíþróttamenn framtíðarinnar. Fræðsla um rafíþróttir frá stjórnarmönnum RÍSÍ svo fátt eitt sé nefnt.

Rafíþróttasamtök Íslands

Áhorfendur fengu að prófa aksturshermir

Myndir: facebook / Rafíþróttasamtök Íslands

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Guðni TH. Jóhannesson forseti Íslands og Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasamtaka Íslands á Bessastöðum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti, fékk Dusty treyju afhenta sem táknræna gjöf

Í morgun átti Ólafur Hrafn ...