[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Lan-, online mót / Úrslitin í Lenovo Deildinni verða ráðin í vikunni
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Úrslitin í Lenovo Deildinni verða ráðin í vikunni

Lenovo Deildin

Undanfarna mánuði hafa bestu lið landsins att kappi í leikjunum tveimur til að komast svona langt. Í League of Legends voru FH (sem áður hét Frozt) efstir í deildinni með 11 sigra og 1 tap.

Á eftir þeim koma Dusty​ með 9 sigra og 3 töp. Bæði liðin komust frekar auðveldlega í gegnum undanúrslitin gegn KINGS og Old Dogs.

Á bak við tjöldin hjá Dusty

Í Counter-Strike var HaFiÐ efst í deildinni með 12 sigra og 0 töp. Á eftir þeim, eftir harða baráttu við Tropadeleet og KR, koma Fylkir með 5 sigra og 7 töp. Bæði liðin sigruðu mótherja sína í undanúrslitum en Tropadeleet gaf Fylki ekkert eftir og endaði viðureign þeirra í 2-1 Fylki í vil, að þvi er fram kemur í fréttatilkynningu frá Rafíþróttasamtökum Íslands.

Miðvikudaginn 26. júní mætast FH og Dusty í úrslitum í League of Legends. Fimmtudaginn 27. júní mætast HaFiÐ og Fylkir í úrslitum í Counter-Strike: Global Offensive. Úrslitin verða haldin í sal 1 í Háskólabíó og hefjast klukkan 18:30. Frítt er inn á meðan pláss leyfir en hægt er að tryggja sér sæti ásamt miðstærð af poppi og kóki á kr. 1.500 hér.

Pláss er fyrir um 300 gesti og því hægt að gera ráð fyrir því að stemningin verði mögnuð á staðnum. Einnig er hægt að fylgjast með úrslitunum á Twitch rás Rafíþróttasamtaka Íslands.

Mynd: aðsend

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Hópurinn sem kom að undirbúningi sáttmálans, talið frá vinstri, Nanna Elísa Jakobsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins, Haukur Steinn Logason hjá CCP, Ívar Kristjánsson hjá 1939 Games, Erna Arnardóttir hjá CCP, Þorgeir F. Óðinsson hjá Directive Games, Ólafur Hrafn Steinarsson hjá Rafíþróttasamtökum Íslands, Alexandra Diljá Bjargardóttir hjá Game Makers Iceland og María Guðmundsdóttir hjá Parity.

Tölvuleikjaiðnaður á Íslandi undirritar sáttmála

Fulltrúar Samtaka leikjaframleiðenda (IGI), Rafíþróttasamtaka ...