Lögreglumenn í Baltimore í Bandaríkjunum náðu á myndband þegar ökumaður klessti á kyrrstæðan lögreglubíl. Þegar nánar var að gáð var ökumaðurinn annars hugar en hann mun hafa verið að leita að Pokémonum. Það var dv.is sem birti fréttina, en KABC-sjónvarpsstöðin í Baltimore greinir frá þessu.
Í myndbandinu sjást þrír lögregluþjónar standa við hliðina á lögreglubíl þegar Toyota RAV4 klessir á bílinn, þegar þeir athuga hvort allt sé í lagi með farþega bílsins kom í ljós að ökumaðurinn var að spila Pokémon Go:
„Þetta fæ ég fyrir að spila þennan heimska leik,“
sagði ökumaðurinn.
Á vef dv.is kemur fram að enginn slasaðist sem betur fer og nú hyggst lögreglan í Baltimore dreifa þessu myndbandi sem víðast til að koma í veg fyrir fleiri Pokémonaslys.
https://www.youtube.com/watch?v=gd_LchqEO2s
Mynd: skjáskot úr myndbandi