Author: Hamstur
Reddit notandinn ftb_hodor hefur afrekað á skemmtilegan hátt til að ná öllum fígúrunum í Pokémon Go. Hann náði öllum með því að ganga 153 kílómetra og náði „Gastlys“ um nóttina, og ungaði út eggjunum til að fylla Pokémon listann. Á meðfylgjandi myndum sérðu hvernig listinn lítur út sem að ftb_hodor setti inn á reddit.com. Myndir: reddit.com/ftb_hodor
Lögreglumenn í Baltimore í Bandaríkjunum náðu á myndband þegar ökumaður klessti á kyrrstæðan lögreglubíl. Þegar nánar var að gáð var ökumaðurinn annars hugar en hann mun hafa verið að leita að Pokémonum. Það var dv.is sem birti fréttina, en KABC-sjónvarpsstöðin í Baltimore greinir frá þessu. Í myndbandinu sjást þrír lögregluþjónar standa við hliðina á lögreglubíl þegar Toyota RAV4 klessir á bílinn, þegar þeir athuga hvort allt sé í lagi með farþega bílsins kom í ljós að ökumaðurinn var að spila Pokémon Go: „Þetta fæ ég fyrir að spila þennan heimska leik,“ sagði ökumaðurinn. Á vef dv.is kemur fram að enginn…
Það eru margir sammála að Pokémon Go er frábær leikur, er það ekki? Til að mynda leikurinn fær fólk til að fara út í stað þess að sitja á rassgatinu klukkutímunum saman, en leikurinn segir ekki mikið um hvernig á að spila og ná í pokémons fígúrur. Í meðfylgjandi myndbandi segir það hvernig á að spila leikinn og ná í sjaldgæfar fígúrur og nokkur tips and tricks: https://www.youtube.com/watch?v=Q6QGsQe90Ms Mynd: Skjáskot úr myndbandi