Heim / Lan-, online mót / Við pökkuðum þeim saman | 7 sigrar í röð, erum að koma Íslandi á kortið í BF3 heiminum
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Við pökkuðum þeim saman | 7 sigrar í röð, erum að koma Íslandi á kortið í BF3 heiminum

Íslenska Battlefield 3 liðið Catalyst Gaming keppti í kvöld í online mótinu Spring cup 2012, en keppt var í möppunum Seine Crossing og Kharg Island.

„Byrjuðum í Seine Crossing, það var fínt fyrsta roundið en smá brösulegt í seinna round, en ekki nema bara rétt í byrjun! Pökkuðum þeim svo saman þegar lengra var komið“, segir Muffin-K1ng á spjallinu.

Úrslit:

1st Round sem RU : 185 – 0
2nd Round sem US: 177 – 0

„Algjör rúst í Kharg Island og voru okkar menn í Flughernum að standa sig gífurlega vel.
En eftir fyrsta roundið, gerðu BB menn forfeit og gáfu síðasta roundið“ segir Muffin-K1ng sem greinilega er ánægður með sína menn.

Úrslit:

1st Round sem RU: 240 – 0
2nd Round sem US: 250- 0

Þannig að þetta endaði með 852 – 0

„Vill meina að við vinnum vel saman núna og er þetta allt að koma hjá okkur. Verðum betri með hverju scrimmi og þrátt fyrir að tala ensku á Vent þá gengur okkur vel, þó svo að það komi smá „íslensku-slettur“ inn á milli í hita leiksins.  7 sigrar í röð. Erum að koma Íslandi á kortið í BF3 heiminum!“, segir Muffin-K1ng að lokum á spjallinu.

Leikir framundan hjá Catalyst Gaming í Spring cup 2012 hafa verið færðir inn á viðburðardagatalið hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...