Íslenska landsliðið í Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) er að gera sig líklegt til að komast í 16 liða úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í þessum gríðarlega vinsæla tölvuleik. Þar er keppt um mikla fjármuni og milljónir manna fylgjast með keppninni sem fram fer á netinu, að því er fram kemur á visir.is.
CS:GO skotleikur á netinu, hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi allt frá því hann kom fyrst út fyrir um 15 árum. Vinsældir hans hafa sjaldan eða aldrei verið meiri en nú og eru um 50 lið, eða klön, sem keppa reglulega sín á milli. Íslenska landsliðið, skipað fimmtán mönnum, er að gera sig líklegt til að komast á sjálft heimsmeistaramótið sem fram fer í Serbíu dagana 8-11 október. Undankeppnin á netinu heitir The World Championship og eru 79 þjóðir sem tóku þátt í keppninni.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef visir.is með því að smella hér, þar sem meðal annars er rætt við Þórir Viðarsson „TurboDrake“, sem er í hinu fornfræga Drake-klani.