Tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fræðsluviðburði í Grósku fimmtudagskvöldið 9. febrúar klukkan 19:00 til 22:00. Viðburðurinn er hluti af viðburðaröð Game Makers Iceland og lofar fróðlegu og skemmtilegu kvöldi með fyrirlestrum, snakki og drykkjum.
Gestir fá innsýn inn í framleiðslu tölvuleikja, sjálfvirka hönnun og markaðssetningu og fleira.
Fjórir lykilstarfsmenn hjá CCP deila þekkingu sinni og reynslu:
- Anna Guðbjörg Cowden (framleiðandi) ræðir framleiðsluferilinn frá fyrstu hugmynd að lokaútfærslu.
- Brent Stéphane Hall (tæknilegur frásagnarhönnuður) fjallar um örsögur og hættuna á ofnotkun texta.
- Nic Junius (frásagnarhönnuður) kynnir sjálfvirka hönnun og framleiðslu frásagnarlegs efnis.
- Michael Hooper (markaðsstjóri) sýnir hvernig lykilmyndir (e. key art) verða andlit og minnismerki tölvuleikja.
Viðburðurinn fer fram í Grósku og eru allir velkomnir, en takmarkað pláss er í boði og því eru þátttakendur beðnir um að skrá sig fyrirfram til að tryggja sér sæti – og snarl. Skráning fer fram í gegnum viðburðarsíðu Game Makers Iceland á Facebook.
Þetta er frábært tækifæri fyrir áhugasama um leikjagerð, frásagnarform og markaðssetningu í leikjaiðnaðinum til að læra beint frá fagfólki CCP.
Vinsamlegast athugið að skráning er nauðsynleg til að tryggja þátttöku.
Mynd: facebook / Game Makers Iceland