[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Ben Affleck lýsir yfir aðdáun sinni á rafíþróttum í beinni útsendingu með Tarik og Sentinels
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Ben Affleck lýsir yfir aðdáun sinni á rafíþróttum í beinni útsendingu með Tarik og Sentinels

Ben Affleck lýsir yfir aðdáun sinni á rafíþróttum í beinni útsendingu með Tarik og Sentinels

Ben Affleck tók þátt í beinni útsendingu með Tarik þar sem hann ræddi ástríðu sína fyrir rafíþróttum.
Mynd: skjáskot úr myndbandi / @Sentinels á x.com

Bandaríski leikarinn Ben Affleck kom á óvart í heimi rafíþrótta þegar hann birtist í beinni útsendingu hjá vinsæla VALORANT streymaranum Tarik ‘Tarik’ Celik (hefst 23:30), þar sem hann lýsti yfir mikilli aðdáun sinni á leiknum og keppnisumhverfi hans.

Á föstudaginn, 19. apríl 2025, birtist Affleck á Twitch-rás Tarik á meðan á útsendingu stóð frá VCT America leik Sentinels gegn G2 Esports. Við hlið sér hafði hann son sinn, sem hafði vakið áhuga föður síns á leiknum. Í samtali við Tarik og Rob Moore, framkvæmdastjóra Sentinels, ræddi Affleck um hvernig hann hefði kynnst VALORANT í gegnum son sinn og lýsti yfir mikilli hrifningu á hvernig keppnir í rafíþróttum eru skipulagðar og hversu hæfileikaríkir leikmennirnir eru.

„Það er ótrúlegt að fylgjast með þessu. Hversu hæfir þessir krakkar eru og hvernig þetta er sett saman, þetta er virkilega áhrifamikið,“

sagði Affleck og bætti við að stærð og umfang rafíþrótta hefði komið honum verulega á óvart. Hann nefndi sérstaklega viðburð í Los Angeles, þar sem VALORANT-keppni hafði fyllt leikvang sem jafnvel atvinnulið í körfubolta eiga í basli með að fylla.

„Þetta var sannarlega augun-opnandi fyrir mig um hversu gríðarlegt þetta samfélag er.“

Í gegnum streymið sýndi Affleck einnig kímnigáfu sína og sagði frá eigin reynslu í leiknum:

„Það er frábært að ná höggi á andstæðinginn, en það er ömurlegt að verða skotinn sjálfur án þess að hafa séð viðkomandi. Og svo fá svo skilaboð í spjallinu frá einhverjum tólf ára sem segir manni að maður sé ömurlegur.“

Sonur Affleck steig einnig fram í streyminu þar sem hann fékk að gjöf treyju, heyrnartól og jakka frá Sentinels. Hann grínaðist með leikstíl föður síns og sagði:

„Hann veit ekki einu sinni hvernig á að kaupa Vandal! Hann tekur bara Odin, sest niður með Brimstone og byrjar að skjóta.“

Affleck svaraði með brosi:

„Ekki gera lítið úr Odin, maður!“

Þeir feðgar ræddu einnig hvernig þeir spiluðu saman á netinu, en sögðu sig yfirleitt ekki opinbera og reyndu að tala sem minnst, nema þegar skítkast byrjaði í spjallinu. Þegar rætt var um atvinnumennsku í VALORANT lýsti Affleck undrun sinni:

„Að fá borgað fyrir að spila VALORANT? Þetta er geggjað!“

Í viðtali við Tarik afhjúpaði Affleck einnig eigin stöðu í leiknum. Hann sagðist hafa verið Iron 3 í síðasta tímabili en nefndi með kímnibrosi:

„Svo byrjaði ég nýtt tímabil. Ég fékk mér vinnu!“

Þegar Tarik spurði Affleck hvort hann ætti Sentinels-vopnabúnaðinn í VALORANT, svaraði hann hiklaust játandi. Sonur hans bætti við:

„Ég held að hann eigi öll skins í leiknum.“

Affleck sagði einnig að hann hefði séð myndskeið af stjörnuleikmanni Sentinels, TenZ, og lýsti leik hans sem hreinni „galdrafáránlegheitum“ (Fréttamaður Esports.is reyndi að finna rétta íslenska þýðingu fyrir lýsinguna og niðurstaðan varð „galdrafáránleiki“). Sonur hans sagðist aðdáandi leikmannsins Zekken.

Viðtökurnar

Framkoma Affleck vakti mikla lukku meðal aðdáenda Sentinels og rafíþróttasamfélagsins í heild. Sentinels nýtti tilefnið vel á samfélagsmiðlum með húmorískum færslum eins og: „Ben Affleck hélt á Masters bikar áður en G2 gerði það.“ G2-leikmaðurinn Jawgemo tók einnig vel í viðburðinn og skrifaði: „Að minnsta kosti horfði Batman á mig vinna meistaratitil.“

Þátttaka stórstjörnu eins og Ben Affleck í rafíþróttum getur haft veruleg áhrif á hvernig almenningur lítur á greinina og styrkt tengsl milli hefðbundinna menningarsviða og rafíþrótta. Með því að sýna raunverulegan áhuga og skilning, fremur en yfirborðslegan stuðning, eykur Affleck trúverðugleika rafíþrótta sem alvöru keppnisíþrótt.

Rafíþróttir verða sífellt sýnilegri

Mikilvæg þáttaskil virðast vera í markaðssetningu rafíþróttaliða eins og Sentinels, sem leggja aukna áherslu á samstarf við þekkta einstaklinga og gera leikmenn sína að áhrifavöldum. Þessi þróun styrkir rafíþróttir í sessi sem alþjóðlega afþreyingu fyrir fjölbreyttan hóp áhorfenda.

Með því að taka þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli og með virkilegum áhuga, styrkir Ben Affleck ímynd rafíþrótta sem menningarfyrirbæri framtíðarinnar.

Um Tarik og Sentinels

Tarik „Tarik“ Celik er mjög þekktur bandarískur streymari og fyrrverandi atvinnumaður í tölvuleiknum CS:GO (Counter-Strike: Global Offensive). Hann vann meðal annars Major-mót (hæðsta stig keppna í CS:GO) með Cloud9 árið 2018. Eftir að hann hætti keppnisferlinum í CS:GO, sneri hann sér að streymi á Twitch, sérstaklega með áherslu á leikinn VALORANT frá Riot Games, þar sem hann er einn allra vinsælasti streymarinn í dag í þeim leik.

Sentinels er bandarískt rafíþróttafélag (e. esports organization) sem er þekkt fyrir lið sín í ýmsum leikjum, sérstaklega í VALORANT.  Sentinels-liðið varð heimsfrægt árið 2021 þegar þeir unnu VALORANT Masters Reykjavik sem haldið var í Laugardalshöllinni, fyrsta stóra alþjóðlega mótið í sögu leiksins.  Þeir hafa verið með marga af bestu leikmönnum heims, eins og TenZ (Tyson Ngo), og hafa mikinn stuðningsmannahóp.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Valorant

Elon Musk kaupir íslenskt Valorant-lið – Æfa eingöngu í sjálfkeyrandi Teslum

Í óvæntri yfirtöku tilkynnti bandaríski ...