Heim / PC leikir / „Fékk alveg ógeð af CoD og byrjaði að gera graffík verk í photoshop“… Virkilega töff graffík
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

„Fékk alveg ógeð af CoD og byrjaði að gera graffík verk í photoshop“… Virkilega töff graffík

Íslenski Call of Duty og Team Fortress 2 spilarinn Gunnsi hefur heldur betur náð góðum tökum á graffík og kynningarmyndböndum.  Gunnsi hefur spilað tölvuleiki til fjölda ára og hefur spilað með clönum spite gaming, sway svo eitthvað sé nefnt.

Youtube rásirnar hans hafa gengið vel og fékk meðal annars 1000 subscribers á rás sem heitir razerediting, en hann seldi rásina fyrir nokkru.  „Fékk alveg ógeð af CoD og byrjaði að gera graffík verk í photoshop, en ég hætti á youtube stuttu eftir það í mánuð og seldi channelið bjó svo til nýtt GunnarEdits og er núna búinn að vinna mér upp í 1000.

Þrátt fyrir að Gunnsi fékk sig fullsaddan á cod á tímabili, þá er hann langt í frá að vera hættur að spila, en hann spilar núna minecraft, TF2, Cod4 og BF3 svo eitthvað sé nefnt.

Hvetjum alla að smella einu subscribe á Youtube channelið hans hér.

Hér að neðan eru tvö flott myndbönd af verkum hans Gunnsa:

Mynd: Samsett mynd af myndum frá Gunnsa.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...