Heim / PC leikir / Gamla góða íslenska Hate clanið ætlar að fara í Guild Wars 2
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Gamla góða íslenska Hate clanið ætlar að fara í Guild Wars 2

Counter-Strike clanið Hate var stofnað árið 1999 þegar beta 3 af CS kom út. Stofn meðlimirnir voru einungis þrír, Memnoch, Taltos og Nazgûl.  Fljótlega vatt clanið upp á sig og við bættist fjöldinn allur af góðum spilurum, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hate á vefsíðu þeirra.  Hate varð fljótt risi í íslenska CS heiminum og var mjög fyrirferðamikið á Skjálftamótum ofl., en þegar mest voru yfir 50 meðlimir í Hate.

Þegar Hate hætti keppni árið 2001 þá tvístraðist hópurinn í hina ýmsa leiki og þegar Star Wars: The Old Republic (SW:ToR) kom út, þá byrjaði stór kjarni úr gamla Hate í leiknum SW:ToR og voru um 100 spilarar í Hate guildinu, en áhugi spilara féll óvenjuhratt í SW:ToR.

Hate ætlar að fara í Guild Wars 2 þegar hann kemur út og reyna að halda saman þeim hópi sem saman var kominn til að spila SW:ToR enda sjaldséð að vera með 100 meðlima guild í MMO leik sem samanstendur einungis af íslendingum, segir enn fremur í fréttatilkynningu Hate og hvetur alla þá sem áhuga á að vera með, að skrá sig á spjallborði þeirra og sækja um.

 

Mynd: Samsett mynd

Fylgstu með eSports.is á facebook hér.

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...