Heim / Lan-, online mót / Hörð barátta á toppnum
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Hörð barátta á toppnum

Tölvuleikur - Fortnite

Einvígi Denasar Kazulis og Kristófers Tristans um toppsæti ELKO-Deildarinnar lauk í gærkvöld og eftir tíu vikur og tuttugu leiki er ljóst að Denas hampar bikarnum sem sigurvegari deildarinnar með 428 stig á móti 415 stigum Kristófers.

Denas Kazulis (denas 13) og Kristófer Trist­an (iKristoo) hafa í raun háð einvígi á toppi ELKO-Deildarinnar í Fortnite meira eða minna allt keppnistímabilið og óvissunni um hvor þeirra myndi standa uppi sem sigurvegari var ekki eytt fyrr en að síðustu umferð venjulegs leiktímabils sem lauk eins og áður segir í gærkvöldi, að því er fram kemur á rafíþróttasíðu mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.

Ólafur Hrafn og Aron Fannar lýstu lokaumferðinni í beinni útsend­ingu og voru með fullskipaðan sófann með sér en þar sátu Gunnar Björn, Rósa Björk og Stefán Atli.

Hefst eftir 11:52:

Mynd: úr safni

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Fortnite

Fortnite breyttist í svarthol

Tíundu seríu margmiðlunartölvuleiksins Fortnite lauk ...