Íslensku strákarnir í CS:GO landsliðinu eiga á brattan að sækja á morgun 28. september en þar mun lansdliðið keppa klukkan 20:30 við sænska liðið sem samanstendur af meðlimum í Ninjas in Pyjamas.
Ninjas in Pyjamas eða NiP hefur unnið til fjölda verðlauna eins og sjá má á wikipedia hér.
Dagskrá næstu daga í heimsmeistarakeppninni:
- Ísland vs Noreg – 29. september – Kl. 16:30
- Ísland vs Bosnía & Hersegóvína – 29. september – kl. 18:30
- Ísland vs Belgía – 29. september – kl. 19:30
Íslenska liðið keppir í D riðli og efstu 4 liðin komast áfram í 16 liða bo3 leik uppá sæti á mótið sjálft. Þ.e.a.s. fjórða sætið fær fyrsta sætið í öðrum riðli og svo koll af kolli.
Hvernig fer leikurinn Ísland vs Svíþjóð?
Hvernig fer leikurinn Ísland vs Svíþjóð?
Mynd: skjáskot úr myndbandi