Nýjustu fréttir
Heim / CS:GO landslið / Íslenska CS:GO landsliðið keppir í dag við Belgíu
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenska CS:GO landsliðið keppir í dag við Belgíu

Íslenski CS:GO landsliðshópurinn

Íslenski CS:GO landsliðshópurinn
F.v. Capping, auddzh, alleh, pallibóndi og kruzer

Íslenska landsliðið í Counter-Strike spilar nú í heimsmeistarakeppninni í Counter-Strike GO, en liðið sigraði Slóveníu í síðustu viku.

Landsliðið er í B riðli ásamt Belgíu, Rússlandi og Tyrklandi.

Landsliðið mun keppa í Gaming Cafe aðstöðunni í Leikjadeild Tölvutek í Hallarmúla 2, en Tölvutek er styrktaraðili Íslenska landsliðsins.  Hægt verður að fylgjast með landsliðinu að keppa á móti Belgíu í dag þriðjudaginn 30. ágúst á milli 15:00 – 17:00.

Hægt er að horfa á leikinn með því að smella hér og byrjar hann klukkan 15:00.

Áfram Ísland!

Mynd: facebook / Tölvutek

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Ísland - Frakkland

Ísland komst ekki áfram | Sjáið peterr taka fjögur headshot í röð

Í gær fór fram mikilvægasti ...