Íslenska landsliðið í Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO) undirbýr sig nú að kappi fyrir heimsmeistaramótið í þessum vinsæla tölvuleik. Ísland í dag kíkti við á æfingu og fékk að spreyta sig með strákunum.
Eins og fram hefur komið þá mun Ísland mæta Frökkum í 16 liða útsláttakeppni í heimsmeistaramótinu á morgun fimmtudag 1. október klukkan 15:30 og keppt verður BO3.
Mynd: skjáskot úr myndbandi