Því miður komst Ísland ekki upp úr riðlakeppninni í Heimsmeistaramótinu í Counter-Strike: Global Offensive.
Íslenska CS:GO landsliðið keppti á móti Tyrklandi og því miður fór sem fór með sigri Tyrklands og þar með datt Ísland úr keppni ásamt Eistlendingum.
Átta efstu liðin mætast á lanmóti í Belgrad höfuðborg Serbíu eftir mánuð þar sem sigurliðið fær tæp 12 milljónir að launum.
Mynd: E-Frag.net