Íslenska CS:GO landsliðið tapaði naumlega í gærkvöldi á móti Svíþjóð 16 – 12 sem telst ansi góður árangur enda atvinnumenn sem skipa sænska liðinu en meðlimir þess eru meðal annars ú liðunum Fnatic og NiP.
Leikinn er hægt að horfa í heild sinni með því að smella hér.
Ólafur „Some0ne“ Sigurðsson segir m.a. í tilkynningu:
Ég vil þakka öllum þeim sem horfðu á strákana spila í kvöld, það var ótrúlegt að sjá allan þennan fjölda horfa á og það var eflaust töluvert af fólki sem að er ekki inná þessari grúppu þökk sé fréttaumfjöllun um liðið að undanförnu.
Við töpuðum á móti liði fullskipuðu atvinnumönnum sem að eru sennilega með eitt besta landsliðið á þessu móti og það naumlega. Á morgun er nýr dagur og nýir leikir og strákarnir mæta fílefldir til leiks.
Ísland keppir þrjá leiki í dag gegn Noregi kl. 16.30, Bosníu og Hersegóvínu kl. 18.30 og Belgíu kl. 19.30.
Að sjálfsögðu verða leikirnir sýndir í beinni.
Mynd: skjáskot úr myndbandi