Evrópsk landsliðs keppni hefur verið sett af stað í Battlefield 3 sem heitir „PSGN: 2012 Euro Cup„. Keppnisfyrirkomulag er svipað og er í Clan Base en einungis evrópsk lið sem fá að keppa. Mótið er byggt á 6 vs 6 og er Infantry Only.
Ísland lét ekki segja sér tvisvar um að taka þátt og var farið á fullt að stofna BF3 landslið og er það d0ct0r_who sem á veg og vanda að undirbúningnum.
Fyrsti leikur íslenska landsliðsins er 24. ágúst næstkomandi og að sjálfsögðu mun eSports.is fylgjast vel með landsliðinu og flytja ykkur fréttir frá velgengni þeirra í keppninni.
Ekki er vitað til þess að áður hefur verið stofnað landslið í BF, nema þá þegar DeadMan stjórnaði landsliði í BF 1942.
„Lineup verður sennilega flestir frá Catalyst Gaming (CG), 1-2 clanlausir sem ég er að spá í að velja í hópinn til að æfa fyrir mótið. Sjá hvað þeir geta i matches og teamwork“, sagði landsliðs captain d0ct0r_who í samtali við eSports.is aðspurður um lineup hjá landsliðinu.
Samsett mynd: painstreetnation.com