Heim / CS:GO landslið / Íslenska CS:GO landsliðið æfir stíft | Ísland í dag kíkti í heimsókn
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenska CS:GO landsliðið æfir stíft | Ísland í dag kíkti í heimsókn

Ísland í dag í æfingahúsnæði Íslenska CS:GO landsliðsins

Ísland í dag í æfingahúsnæði Íslenska CS:GO landsliðsins

Þátturinn Ísland í dag kíkti í heimsókn nú á dögunum á strákana í CS:GO landsliðinu þar sem þeir voru á fullu að æfa sig í æfingahúsnæði sem er í eigu Símans og er staðsett uppá Stórhöfða.

Ísland í dag verður sýnt nú í vikunni og verður gaman að sjá útkomuna.

Þeir hafa verið að æfa stíft undanfarið og hafa verið að spila á móti mörgum top-tier liðum í Evrópu með góðum árangri.

sagði  Ólafur „Some0ne“ Sigurðsson einn af þjálfurum landsliðsins í samtali við esports.is.

Ísland sigraði sinn fyrsta leik af fimm

Til gamans má geta að fyrsti leikur af fimm hjá Íslenska landsliðinu var á móti Hvíta-Rússlandi nú á dögunum.  Lineup var:

Íslenski fáninn Kruzer

Íslenski fáninn CaPPiNg!

Íslenski fáninn ofvirkur

Íslenski fáninn pallib0ndi

Íslenski fáninn vejay

Úrslit urðu 16 – 14 með sigri Ísland.

Leikinn er hægt að horfa á í heild sinni á hitbox.tv með því að smella hér.

Íslenska CS:GO landsliðið keppir næst við Svíþjóð 28. september næstkomandi klukkan 20:30, en vænta má að sænska liðið komi til með að hrella íslenska landsliðið, enda margir heimsþekktir spilarar í liðinu.

Hér að neðan má sjá nokkur highlights hjá CS:GO landsliðinu:

 

Mynd: Ólafur „Some0ne“ Sigurðsson

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Íslenski CS:GO landsliðshópurinn

Viltu eignast lyklaborð áritað af Íslenska CS:GO landsliðinu? Hér er tækifærið

TurboDrake sem spilaði með Counter-Strike: ...