Íslenska landsliðið í Counter-Strike spilar nú í heimsmeistarakeppninni í Counter-Strike GO, en liðið sigraði Slóveníu í síðustu viku.
Landsliðið er í B riðli ásamt Belgíu, Rússlandi og Tyrklandi.
Landsliðið mun keppa í Gaming Cafe aðstöðunni í Leikjadeild Tölvutek í Hallarmúla 2, en Tölvutek er styrktaraðili Íslenska landsliðsins. Hægt verður að fylgjast með landsliðinu að keppa á móti Belgíu í dag þriðjudaginn 30. ágúst á milli 15:00 – 17:00.
Hægt er að horfa á leikinn með því að smella hér og byrjar hann klukkan 15:00.
Áfram Ísland!
Mynd: facebook / Tölvutek