Heim / CS:GO landslið / Ísland komst ekki áfram | Sjáið peterr taka fjögur headshot í röð
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Ísland komst ekki áfram | Sjáið peterr taka fjögur headshot í röð

Ísland - Frakkland

Í gær fór fram mikilvægasti leikur Íslands gegn Frökkum í CS:GO heimsmeistaramótinu, þar sem keppt var BO3 og sigurvegari myndi tryggja sér þáttökurétt á lokamótinu sem haldið er í Belgrade, höfuðborg Serbíu dagana 8. – 11. október næstkomandi.

Því miður náði Íslenska liðið ekki að tryggja sér sigur, 16-12 (map: de_cache) og 16-10 (map: de_dust2) fyrir Frakkland, en engu að síður frábær árangur hjá lítilli þjóð eins og Íslandi.

Stúdentakjallarinn

Rífandi stemning var í Stúdentakjallaranum, en Stúdentaráð Háskóla Íslands í samstarfi við Stúdentakjallarann bauð upp á að sýna leik milli Íslands og Frakklands.
Mynd: #csgo.is

Skemmtilega umfjöllun hér, sem birt var á vefnum visir.is rétt fyrir leik.

Íslenska lineup:

Íslenski fáninn Pétur Örn “peterr” Helgasson

Íslenski fáninn Víðir “Veejay” Jóhannsson

Íslenski fáninn Páll Sindri “pallib0ndi” Einarsson

Íslenski fáninn Kristján “Kruzer” Finnsson

Íslenski fáninn Ólafur Bárði “ofvirkur” Guðmundsson

Sweet moment þegar Pétur Örn “peterr” Helgasson tók fjögur headshot í einu roundi á móti Frökkunum:

Hægt er að horfa á viðureignina í heild sinni hér:

Yfirlit á CS:GO landsliðsfréttum:

  • Ekkert efni.

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Íslenski CS:GO landsliðshópurinn

Viltu eignast lyklaborð áritað af Íslenska CS:GO landsliðinu? Hér er tækifærið

TurboDrake sem spilaði með Counter-Strike: ...