Heim / PC leikir / Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu

Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu

Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress tryggði sér á dögunum þriggja milljóna dollara fjárfestingu, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á ótilkynntum leik fyrirtækisins. Á árinu hefur starfsmönnum fjölgað úr fjórum í fjórtán.

Í fréttatilkynningu þess efnis sem að visir.is vekur athygli á, segir að á bak við fjárfestinguna séu Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital.

Porcelain Fortress hafi áður gefið út tölvuleikinn No Time to Relax sem selst hafi í um 350 þúsund eintökum. Söluhæsti mánuður leiksins hafi í ágúst á þessu ári, fimm árum eftir að leikurinn kom á markað. Leikurinn hafi verið þýddur á tíu tungumálum, þar á meðal íslensku.

Samhliða auknu fjármagni hafi teymi Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu, úr fjórum starfsgildum í fjórtán. Meðal stöðugilda sem ráðið hafi verið í sé nýr forstjóri, listrænn stjórnandi, forritarar, leikjahönnuður, og textasmiður.

Mynd: porcelainfortress.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]