Íslenskt StarCraft II online mót er að hefjast, en nú eru 23 skráðir á mótið og er keppnisfyrirkomulag double elimination með crossover.
Mótið sjálft hefst mánudaginn 22. október með fyrstu umferð í riðlinum. Leikirnir í riðlinum þurfa að vera búnir fyrir 27. október, því á sunnudeginum þá verða valdir leikir úr riðlunum sýndir á stream, segir í tilkynningu á íslensku StarCraft II grúppunni á facebook.
Brackets hefjast svo á þriðjudeginum 30. október kl 19:30 og þá verða spilaðar fyrstu 2 umferðirnar í winner bracketinu (bo3) og fyrstu 2 umferðirnar í loser bracketinu (bo1).
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á íslensku StarCraft II facebook grúppunni hér.