Heim / Lan-, online mót / Íslenskt StarCraft II online mót að hefjast – 23 nú þegar skráðir
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenskt StarCraft II online mót að hefjast – 23 nú þegar skráðir

Íslenskt StarCraft II online mót er að hefjast, en nú eru 23 skráðir á mótið og er keppnisfyrirkomulag double elimination með crossover.

Mótið sjálft hefst mánudaginn 22. október með fyrstu umferð í riðlinum. Leikirnir í riðlinum þurfa að vera búnir fyrir 27. október, því á sunnudeginum þá verða valdir leikir úr riðlunum sýndir á stream, segir í tilkynningu á íslensku StarCraft II grúppunni á facebook.

Brackets hefjast svo á þriðjudeginum 30. október kl 19:30 og þá verða spilaðar fyrstu 2 umferðirnar í winner bracketinu (bo3) og fyrstu 2 umferðirnar í loser bracketinu (bo1).

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á íslensku StarCraft II facebook grúppunni hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...