Kingdom Come: Deliverance 2 hefur náð merkilegum árangri með því að selja yfir 2 milljónir eintaka innan við tveimur vikum frá útgáfu leiksins. Klárlega stór áfangi fyrir framleiðendurnar hjá Warhorse Studios, en leikurinn, sem kom út 4. febrúar fyrir PC, PlayStation 5 og Xbox Series X/S, náði einni milljón seldra eintaka á fyrsta degi eftir útgáfu, og vinsældir hans halda áfram að aukast.
Í tilkynningu á samfélagsmiðlum lýstu Warhorse Studios þessum árangri sem „sigri“. Framhaldsleikurinn hefur einnig farið fram úr forvera sínum hvað varðar þátttöku spilara, með hámarki upp á 256.206 samtímis spilara á Steam — meira en tvöfalt á við hámarkið hjá fyrsta Kingdom Come: Deliverance, sem náði 96.069 samtímis spilurum.
Sjá einnig: Kingdom Come: Deliverance 2 slær í gegn og skákar Helldivers 2 á Steam
Stjórnarformaður Warhorse Studios, Daniel Vávra, staðfesti að Kingdom Come: Deliverance 2 hafi þegar náð að standa undir þróunarkostnaði sínum eftir að hafa selt yfir eina milljón eintaka. Til samanburðar náði Alan Wake 2, sem kom út í lok árs 2023, ekki hagnaði fyrr en eftir nokkra mánuði með tveimur milljónum seldra eintaka.
Þessi vel heppnaða útgáfa er stór sigur fyrir Embracer Group. Forstjóri Embracer, Lars Wingefors, hrósaði teyminu og sagði að þessi árangur sýni mikilvægi þess að gefa starfsfólki góðan tíma og frelsi til að framkvæma hugmyndir sínar.
„Salan fór langt fram úr öllum væntingum, og ég tel að Kingdom Come: Deliverance 2 muni skila verulegum tekjum um ókomin ár,“
sagði Wingefors í tilkynningu.
Þrátt fyrir upphaflegar áhyggjur af samkeppni frá Assassin’s Creed Shadows frá Ubisoft, sem leiddi til þess að Warhorse breytti útgáfudegi leiksins til 4. febrúar, virðist þessi ákvörðun hafa borgað sig.
Hvort framhaldsleikurinn muni fara fram úr heildarsölu fyrsta leiksins, sem seldist í átta milljónum eintaka, á eftir að koma í ljós. En miðað við núverandi söluhraða gæti þessi markmið náðst mun hraðar en hjá forveranum.
Two million copies in under two weeks! A toast to you all for making #KCD2 a triumph! 🥳 pic.twitter.com/Swe7sL4lgc
— Warhorse Studios (@WarhorseStudios) February 17, 2025
Leikurinn hefur náð miklum vinsældum og að mestu leyti hefur leikurinn fengið jákvæða dóma frá spilurum og gagnrýnendum. Eina neikvæða atriðið eru nokkar minniháttar villur sem koma fyrir í leiknum, en þær spilla ekki heildarupplifuninni.
Þessi árangur staðfestir stöðu Kingdom Come: Deliverance 2 sem einn af stærstu leikjum ársins 2025 og undirstrikar hæfileika Warhorse Studios til að skapa grípandi og vel heppnaða leikjaupplifun.
Fleiri Kingdom Come: Deliverance 2 fréttir hér.