Heim / Lan-, online mót / LE37 sigrar League of legends jólamótið 2012
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

LE37 sigrar League of legends jólamótið 2012

lol_mot2012

League of legends jólamótið 2012 hófst 17. desember síðastliðinn og lauk í gærkvöldi með sigri LE37 sem hafa fram að þessu verið ósigrandi enda unnið öll íslensk online mót, en 71 lið voru skráð í mótið eða um 420 keppendur.

Lineup hjá LE37 er eftirfarandi:
Bunzi top & leader
Serton jungle
Cookpoo mid
Blaazer ad
muffinman support
MattiM sub
EzreaI sub

LE37 fékk 20 evru virði af Riot Points og hið flotta Triumphant skin.

Í öðru sæti lenti liðið #YoloJól frá EUWest og gáfu LE37 mönnum ekkert eftir og voru verðugir mótherjar, en í verðlaun fengu þeir 15 evru virði af Riot Points.

Lineup hjá #YoloJól er eftirfarandi:
EUW Hugstar (Leader)
Allstar Superr
Allstar Aimerr
Allstar Elegant
Allstar Phoenix
FannarKray
Fnatic eSports

Í þriðja sætið lenti GP og í það fjórða Le Monkey Face og að launum fengu þau lið 10 og 5 evru virði af riot points.

„Þar sem enginn fékk nóg af LE37 og #Yolojól, þar sem Grand Finals gátu ekki verið spilaði, er aldrei að vita nema að við fáum að sjá showmatch milli þeirra milli jól og nýárs eða kringum áramót“, segir ashlander á facebook grúppu lol samfélagsins, en hann er einn af admins mótsins ásamt honum phenzywave sem stóðu sig frábærlega og vill eSports.is þakka þeim sérstaklega fyrir flott mót.

Nær allir leikir í mótinu voru teknir upp sem hægt er að nálgast á own3D.tv síðu ashlander með því að smella hér.

eSports.is þakkar öllum keppendum og admins og óskum ykkur gleðilegra hátíðar.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Pungarnir með öruggan sigur - Næsta mót haldið á nýju ári

Pungarnir með öruggan sigur – Næsta mót haldið á nýju ári

Sjötta mót Íslenska PubG deildarinnar ...